22.03.1929
Neðri deild: 29. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2576 í B-deild Alþingistíðinda. (1265)

94. mál, hæstiréttur

Sigurður Eggerz:

Jeg vil aðeins leyfa mjer að skjóta því til n. þeirrar, sem fær mál þetta til meðferðar, að hún leiti um það álits hæstarjettar, því að það er venja með öll slík mál sem þetta. Jeg skal alls ekkert fara að ræða um hæstarjettarlögin að þessu sinni, en aðeins geta þess, að jeg hefi tvisvar hjer í þinginu borið fram frv. um að fá hæstarjetti komið í það form, sem hann hafði upphaflega, sem sje að dómendurnir verði fimm. Að jeg hefi ekki sjeð mjer fært að flytja slíka breyt. í þriðja sinn, er sökum þess, að jeg hefi talið, að það myndi enga þýðingu hafa, þar sem Framsóknarflokkurinn er sterkasti flokkur þingsins, en hann var, eins og kunnugt er, á sínum tíma mjög fylgjandi fækkuninni á dómendunum í hæstarjetti.