27.04.1929
Efri deild: 55. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2578 í B-deild Alþingistíðinda. (1275)

94. mál, hæstiréttur

Jóhannes Jóhannesson; Jeg skal geta þess, að hæstirjettur segir í umsögn sinni um þetta mál einungis, að nú þegar sjeu nógu margir málaflutningsmenn við hæstarjett, og þurfi því ekki að fjölga þeim, en hinsvegar leggur rjetturinn ekki á móti þeirri breyt. á hæstarjettarlögunum, sem hjer er farið fram á. Sama er að segja um allshn. þessarar deildar. Hún leit á þetta sem smámál og að tæplega væri ómaksins vert að setja sig á móti framgangi þess. En mjög er óvíst, hvort þessi heimild verður nokkru sinni notuð, þótt veitt verði.