26.02.1929
Efri deild: 8. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2586 í B-deild Alþingistíðinda. (1314)

27. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Flm. (Björn Kristjánsson):

Bæjarstj. í Hafnarfirði hefir falið okkur þm. kjördæmisins að flytja þetta frv. Bæjarstjórnarlögin fyrir Hafnarfjörð voru sett 1907 og hafa gilt hingað til að nokkru leyti. Gerðar hafa verið á þeim breyt. tvisvar eða þrisvar sinnum, og síðast á þinginu 1926, er samþ. voru breyt. á 1. um kosningar til sveitar- og bæjarstjórna, og sömuleiðis breyt. á l. um útsvör. Þá var svo komið, að ekki stóð eftir nema grein og grein hingað og þangað af hinum upprunalegu l., og þótti því bæjarstj. nauðsyn til bera að safna þeim saman og koma þeim í eina heild.

Bæjarfógetinn í Hafnarfirði hefir afhent mjer skrá yfir þær breyt., sem gerðar hafa verið á l. frá 1907. Gæti sú skrá orðið til mikilla leiðbeininga fyrir þá n., sem um frv. fjallar og líklega verður allshn., enda mun jeg fá henni skrána.

Jeg hefi ekki hreyft við einum staf í frv., en vil þó skjóta því til n., hvort ekki væri gleggra fyrir íbúa Hafnarfjarðar, ef skotið væri inn tilvísun til l. frá 1926, um kosningar til bæjarstjórna, og 1. um útsvör frá sama ári, svo almenningur þar eigi hægara með að finna þá löggjöf, sem beinlínis snertir bæjarfjelagið.

Loks vil jeg geta þess, að bæjarfógetinn hefir gert þá aths., að feld hafi verið niður 29. gr. í 1. frá 1907, um að ríkisstj. hafi eftirlit með fjármálum bæjarins. En þesskonar ákvæði eru í öllum bæjarstjórnarlögum, og vil jeg því biðja n. sjerstaklega að athuga, hvort þessi grein megi falla niður.

Jeg hefi svo ekkert frekar að segja um þetta frv., en leyfi mjer að leggja til, að því verði vísað til allshn. að þessari umr. lokinni.