27.03.1929
Efri deild: 33. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2587 í B-deild Alþingistíðinda. (1316)

27. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Eins og nál. á þskj. 210 ber með sjer, er þetta frv. samil af bæjarstj. Hafnarfjarðar og flutt eftir ósk hennar. Í aths. frv. er tekið fram, að það sje borið fram vegna breyt., sem orðið hafa undanfarin ár á bæjarstjórnarlögunum frá 1907, bæði vegna breyt. og viðauka við lögin sjálf og sömuleiðis óbeinlínis vegna breyt. á kosningalögunum, lögum um útsvör o. fl.

Jeg vil nota tækifærið til að leiðrjetta prentvillu, sem slæðst hefir inn í nál. á þskj. 210. Þar á að standa orðið bæði í staðinn fyrir orðið enda, í 3. línu 2. málsliðar, á eftir ártalinu 1907. Er sú villa raunar auðsæ.

Eins og jeg tók fram og stendur í aths. frv., er þörfin á nýrri lagasetningu orðin mjög brýn. Einkum er nauðsyn sjerstakra ákvæða um reikningsfærslu og endurskoðun. Þau ákvæði um þetta efni, sem tekin hafa verið upp í þetta frv., eru í samræmi við þau ákvæði, sem gilda í öðrum kaupstöðum. Allshn. hefir borið frv. allítarlega saman við gildandi löggjöf annara bæjarfjelaga og gat ekki fundið þar neitt verulegt ósamræmi. Um afstöðuna til frv. er enginn ágreiningur í n. Hún leggur til, að það verði samþ. með tveim minni háttar breyt.

N. þótti einsætt, að taka bæri upp í frv. ákvæði um eftirlit frá hálfu ríkisins með stjórn kaupstaðarins, enda gildir slíkt um öll önnur bæjar- og sýslufjelög. Telur n. líklegt, að 29. gr. laganna frá 1907 hafi af vangá fallið niður, þegar frv. var samið, en leggur til, að hún verði tekin upp í þetta frv. sem sjálfstæð grein á eftir 18. gr., og breytist greinatalan eftir því.

Á eftir orðinu „skepnuhald“ í 18. gr. hefir verið felt niður orðið „atvinnuvegi“, sem stóð í tilsvarandi grein laganna frá 1907. Telur n. rjett, einkum með hliðsjón af lögum um atvinnuleysisskýrslur, að bæta þessu orði aftur inn í greinina.

Jeg geri ekki ráð fyrir, að ágreiningur verði í deildinni um þetta frv. Fyrir hönd n. legg jeg til, að það verði samþ.