24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2603 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

66. mál, hafnarlög fyrir Hafnarfjarðarkaupstað

Ólafur Thors:

Jeg leyfi mjer eindregið að mótmæla því, að 6. mál, um hafnargerð í Hafnarfirði, sje tekið út af dagskrá. Það eru nær 3 vikur liðnar síðan við meirihl.menn komum fram með okkar álit í þessu máli. Og jeg sje ekki neina skynsamlega ástæðu til þess að fresta málinu og endurtek því mótmæli mín gegn því, að það sje gert.