06.04.1929
Efri deild: 38. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2652 í B-deild Alþingistíðinda. (1409)

116. mál, lækningaleyfi

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vil aðeins beina því til hv. flm., hvort þetta frv. geti orðið annað en pappírslög, og spyrja hann, hvort læknar geti yfirleitt komið heilbrigðisskýrslum í póst vikulega fyrir hvert mánudagskveld fyrir vikuna næstu á undan. Mjer sýnist, að 1. málsl. 1. gr. frv. geti ekki orðið fullnægt; oft hagar þannig til, að læknar verða í ferðalögum og geta ekki verið viðlátnir heima á þeim tíma, sem þeir eiga að senda skýrslurnar.