06.04.1929
Efri deild: 38. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2652 í B-deild Alþingistíðinda. (1410)

116. mál, lækningaleyfi

Flm. (Jónas Kristjánsson):

Þessi 1. málsl. 1. gr. frv. á aðeins við þá lækna, sem eru hjer í Reykjavík, og ef til vill Hafnarfirði, en ekki hjeraðslækna úti um land. (JóhJóh: Mjer skilst, að hann eigi að ná til allra lækna). Það er ætlast til, að hjeraðslæknar gefi aðeins mánaðarskýrslur, þegar í lok hvers mánaðar; eða þannig skildi jeg frv. og landlækni. Jeg geri ráð fyrir, að læknar hjer í Reykjavík, og ef til vill í Hafnarfirði, geti gefið heilbrigðisskýrslur vikulega. Auðvitað geta þeir verið forfallaðir frá því. Þessar skýrslur gefa praktiserandi læknar til hjeraðslækna, en þeir senda þær aftur til landlæknis, eftir að hafa sameinað þær.