18.03.1929
Efri deild: 25. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2658 í B-deild Alþingistíðinda. (1428)

75. mál, kirkjugarðastæði í Reykjavík o.fl.

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Það er aðallega fyrirkomulagsatriði, sem hv. 1. landsk. gerði hjer að umtalsefni, því að það liggur náttúrlega í hlutarins eðli, að ef bærinn vildi fara að selja ríkinu landið dýrum dómum, þá getur þingið komið því svo fyrir að hækka legkaupið að sama skapi, sem þá kemur aftur niður á bæjarbúum, svo að það er sama, hvort bærinn lætur landið af hendi fyrir ekkert eða hefir annað fyrirkomulag; þá verður legkaupið dýrara, sem bæjarfjelagið verður að borga. En annars vil jeg geta þess, að einn af æfðustu lögfræðingum þessa lands, sem er töluvert eldri en hv. 3. landsk., hefir samið þetta frv. fyrir stj. og ekki sjeð, að það væri neinn formgalli á því, enda. er þetta samkv. þeirri venju, sem er í sveitum þessa lands, að landeigandi verður að láta land endurgjaldslaust undir kirkjugarð.