04.04.1929
Efri deild: 36. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2659 í B-deild Alþingistíðinda. (1431)

75. mál, kirkjugarðastæði í Reykjavík o.fl.

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Eins og sjá má á þskj. 235, er n. öll sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. með lítilli breyt. Að vísu hefir einn nm., hv. þm. Seyðf., skrifað undir nál. með fyrirvara, en sá fyrirvari snertir fremur form, frv. en efni. Hann er ekki viðstaddur hjer nú, en mjer er óhætt að segja, að fyrirvari hans er þessi. N. viðurkennir, að rjett og sanngjarnt sje, að Reykjavík leggi fram land til kirkjugarðsstæðis endurgjaldslaust, en n. þykir þó rjettara að ákveða þetta ekki með lögum, heldur með samningi, einkum þar sem samningaumleitanir um kirkjubyggingu og einnig viðvíkjandi kirkjugarði eru á döfinni. Hefir því n. lagt til, að orðið „endurgjaldslaust“ falli burt.

Önnur atriði þarf ekki að ræða við þessa umr. Tel jeg víst, að frv. gangi í gegn, ef brtt. þessi verður samþ.