17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2667 í B-deild Alþingistíðinda. (1458)

125. mál, fjáraukalög 1928

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg skal einungis taka það fram, að skjöl þau, sem fyrir n. lágu og sem hv. frsm. drap lítillega á, voru mjög ófullnægjandi og ófullkomin sem rökstuðning fyrir nauðsyn eða rjettmæti gjalda þeirra, sem í frv. felast.

Fjvn. átti mjög örðugt með að átta sig á því, hvort fjáraukalögin væru að öllu leyti eins og vera ber. Væri æskilegt, að betri skilagrein væri látin fylgja fjáraukalagafrumvörpum, þegar þau eru lögð fyrir þingið, enda væri endurskoðendunum mjög gert hægra um vik með því. Jeg hjelt, að hv. frsm. myndi taka þetta fram, en úr því hann gerði það ekki, þá kvaddi jeg mjer hljóðs til þess að geta þessa stuttlega.