13.05.1929
Efri deild: 67. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2669 í B-deild Alþingistíðinda. (1467)

140. mál, lánsheimild fyrir ríkisstjórnina

Fram. (Ingvar Pálmason):

Eins og sjest á frv. þessu og grg. þeirri, sem því fylgir, er það flutt af fjhn. þessarar hv. deildar. Um frv. er ekki annað að segja en það, að hæstv. fjmrh. hefir óskað eftir að fá í einu lagi heimild til lántöku samkv. sjerstökum lögum, bæði frá yfirstandandi þingi, þinginu í fyrra og eldri lögum. Hæstv. ráðh. telur hagkvæmara að fá þessa heimild í einu lagi, og telur nefndin það eðlilegt og hefir því flutt frv. þetta. Jeg skal svo ekki lengja þetta mál, en skal aðeins bæta því við, að með því að frv. er flutt af n., sje jeg ekki ástæðu til að því verði vísað til n. að lokinni þessari umr.