15.05.1929
Neðri deild: 69. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2682 í B-deild Alþingistíðinda. (1484)

140. mál, lánsheimild fyrir ríkisstjórnina

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg vil taka það fram, að jeg greiði þessu frv. atkv. mitt með því fororði, að þessu láni verði hvorki varið til kaupa á nýju strandferðaskipi nje til brúargerða. Slíkar framkvæmdir eiga að borgast af tekjum hvers árs, og það er ekki varlegt að taka lán til þeirra framkvæmda, sem ekki gefa beinar tekjur, eins og t. d. strandferðaskip.