04.04.1929
Neðri deild: 36. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil nota tækifærið til að benda á, að eins og hv. 2. þm. Skagf. (JS) túlkar aðra brtt. n., er hún alveg óþörf. Hv. þm. benti á, að þeir nefndarmenn hefðu aðallega haft í huga, að því er mjer skildist, hreppa, þar sem landbúnaðurinn væri aðalatvinnugreinin, en þar sem væru þó einstaka bændur, sem stunduðu sjó jafnframt að litlu leyti. En brtt. hljóðar alls ekki upp á slíkt. Aftur á móti geta slíkir menn fengið lán samkvæmt 2. gr. bankalaganna, eins og hún er orðuð núna, eins og líka kemur ljóslega fram í greinargerð. Aftur á móti breytingartillagan þýðir að opna landbúnaðarbankann fyrir öllum bátaútgerðarmönnum utan kaupstaða. Jeg vil því enn einu sinni skora á hv. n. og einkum hv. 2. þm. Skagf., að þeir taki til athugunar, hvort þeir vilji ekki falla frá tillögunni.