06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2713 í B-deild Alþingistíðinda. (1527)

19. mál, landsreikningar 1927

Gunnar Sigurðsson:

Hv. frsm. n. hefir svarað hv. þm. V.-Húnv., svo að jeg get sparað mjer það ómak. Aðeins skal það tekið fram, að eins og jeg greip fram í fyrir hv. þm. V.-Húnv., er ómögulegt að fara eftir öðru í yfirskoðun landsreikninganna en reikningunum sjálfum eins og þeir liggja fyrir, og sýnir það þekkingarleysi þm., er hann hyggur, að komið verði við að ná til allra hlutaðeigenda til að sannfærast um, að liðir reikninganna sjeu á annan veg en þeir eru skráðir, t. d. greitt það, sem ógreitt er talið.

Viðvíkjandi fyrirspurn hv. 1. þm. Árn. get jeg upplýst það, að mig minnir, að útistandandi skuldir hjer í Reykjavík hafi numið 8000 kr. Þó er jeg ekki viss um, að jeg muni það rjett.