04.05.1929
Efri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2758 í B-deild Alþingistíðinda. (1597)

115. mál, íbúð í kjöllurum

Jón Baldvinsson:

Jeg ætla að gefa þá skýringu, að heilbrigðisnefnd og bæjarstjórn halda sínum rjetti áfram til þess að banna íbúðir, sem þannig eru útbúnar, að ekki er leyfilegt að búa í þeim samkv. heilbrigðisreglugerðum. En það, sem er leyft í okkar brtt., er það, að nota íbúðir, sem ekki fullnægja 1. gr. frv., en þær eiga þó að hverfa á tuttugu árum. Það er að vísu ekki frábrugðið því upprunalega frv. og því shlj. að efni til, en aðeins tekið beint fram, að leyft sje að nota þessar íbúðir, vitanlega að óskertum rjetti bæjarstjórnar til að banna þær, sem eru skaðlegar.

Jeg sje ekkert athugavert við það, þótt tíminn til að útrýma kjallaraíbúðum sje færður niður í tuttugu ár.