02.04.1929
Neðri deild: 34. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2829 í B-deild Alþingistíðinda. (1674)

24. mál, héraðsskólar

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg stend ekki upp til þess að andmæla ræðu hv. frsm. Það er aðeins út af einu atriði í ræðu hv. frsm., sem jeg vil segja örfá orð. Hv. þm. sagði, að óvíða mundi hægt á Vesturlandi að sameina heitt vatn og önnur nauðsynleg skilyrði, sem skólasetur þurfa að hafa. En jeg tel þetta ekki rjett, því jeg veit af tveimur stöðum í N.-Ísafjarðarsýslu, sem hafa heitt vatn og að öðru leyti góð skilyrði sem skólasetur. T. d. betri samgöngur en Núpur. Jeg er ekki með þessu að segja, að flytja eigi skólann þangað strax. En ef einn skóli verður fyrir Vesturland og rjett þykir að hafa hann þar, sem aðstaða er til að ná í heitt vatn, þá álít jeg, að flytja beri hann til annarshvors þessara staða.