13.05.1929
Efri deild: 67. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2834 í B-deild Alþingistíðinda. (1692)

24. mál, héraðsskólar

Frsm. (Jón Jónsson):

Þetta frv. um hjeraðsskólana er nú hingað komið aftur frá hv. Nd., og hefir hún gert á því eina breyt., við 10, gr., að því er snertir námsskeið, sem haldin kunna að verða við þessa skóla. Eftir frv. eins og það var, er það fór frá þessari hv. deild, var það gert að skilyrði fyrir ríkisstyrk til námsskeiða, að þau stæðu minst 6 vikur. En nú hefir hv. Nd. breytt þessu og fært tímatakmarkið niður í 3 vikur.

Mentmn. Ed. áleit, að lítið gagn mundi verða að námsskeiðum þessum, ef þau stæðu skemur en 6 vikur, en vill þó ekki leggja út í stríð við hv. Nd. út af þessu, með því líka, að hún hefir fengið upplýsingar um, að nokkurt gagn geti orðið að stuttum námsskeiðum, t. d. í matreiðslu.

N. vill því leggja til, að frv. verði samþ. eins og það nú liggur fyrir.