09.04.1929
Efri deild: 40. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2884 í B-deild Alþingistíðinda. (1771)

12. mál, loftferðir

Frsm. (Páll Hermannsson):

Jeg fæ ekki skilið, að hjer sje neinn misskilningur á ferðinni hjá n., en hitt er rjett, að hjer er klaufalega frá gengið. Byrjunin á a-lið á að rýma fyrir brtt. Það átti n. við, og þannig ber að skilja brtt. Það er misgáningur, að þetta er ekki tekið fram í brtt. Jeg vænti, að hv. deild sjái, hvað við er átt, og má gera ráðstafanir til að laga þetta í prentun.