07.05.1929
Sameinað þing: 4. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2924 í B-deild Alþingistíðinda. (1840)

7. mál, vitar, sjómerki o.fl.

Ingvar Pálmason:

Jeg hygg, að þar sem sameinað Alþingi hefir beitt þeirri óvenjulegu aðferð hjer að neita um afbrigði fyrir brtt. okkar, að við Ed.-menn höfum fulla ástæðu til að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann tæki mál þetta út af dagskrá nú, svo að brtt. okkar geti komið til atkv. Jeg vil því leyfa mjer að fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá.