07.05.1929
Sameinað þing: 4. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2924 í B-deild Alþingistíðinda. (1841)

7. mál, vitar, sjómerki o.fl.

Frsm. meiri hl. sjútvn. Nd. (Ólafur Thors):

Mjer finst atkvgr., sem hjer hefir farið fram, svo skýr, að ekki sje hægt að búast við annari niðurstöðu, þótt til atkv. kæmi um till. sjálfa. Jeg get hinsvegar vel sætt mig við, að málið verði tekið af dagskrá, með því að ef til vill má segja, að hv. Ed.-menn hafi verið beittir harðýðgi, og er síst ástæða fyrir þá, sem afbrigða hafa synjað, að leggja á móti því, að málið verði tekið af dagskrá.