18.05.1929
Neðri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2940 í B-deild Alþingistíðinda. (1872)

88. mál, tilbúinn áburður

Frsm. (Jón Sigurðsson):

N. hefir ekki haft tíma til að bera sig saman um þetta mál. En þær breyt., sem gerðar hafa verið á frv., eru frekar smávægilegar. Viðvíkjandi þeirri breyt., sem ákvæðið um útreikning kostnaðarins felur í sjer, að það er felt niður, en í stað þess er stj. ætlað að setja þar um reglugerð, þá var það helst borið fyrir, að það mundi verða torvelt að fást við þennan útreikning. Landbn. Nd. komst vel frá að reikna þetta út, og jeg hygg, að það hefðu yfirleitt ekki orðið nein vandkvæði á því. En jeg býst ekki við, að n. geri þetta atriði að deiluefni. Jeg fyrir mitt leyti legg til, að frv. verði samþ.