24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2944 í B-deild Alþingistíðinda. (1881)

128. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Bjarni Ásgeirsson:

Jeg skal taka það fram, að sýslufundur hefst á morgun, að því er jeg best veit. Jeg tel því hættulaust að vísa málinu til 2. umr., því um það leyti mun svar sýslunefndar að sjálfsögðu vera komið. Jeg tel sjálfsagt, að nú hefði þegar verið búið að leita álits sýslunefndar, ef ekki hefði staðið svo á, að sýslufundur átti að koma saman hvort sem var, áður en langt um liði. Það hefði því verið dálítill tvíverknaður og óþarfa umstang að kveðja sýslunefndina saman einungis í þessu skyni.