09.04.1929
Efri deild: 40. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2961 í B-deild Alþingistíðinda. (1918)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

1918Halldór Steinsson:

Hv. 2. þm. S.-M. hefir ekki sannfært mig með ræðu sinni. Hann hjelt því fram, að bæði fyrirtækin yrðu að vinna saman, en það eru engin rök fyrir íhlutun einkasölunnar í stj. verksmiðjunnar. Hv. þm. sagði, að oft kæmi fyrir, að einkasalan gæti ekki tekið við allri síld, sem að henni bærist, og verksmiðjan yrði þá að taka við. En þótt svo væri, sje jeg ekki annað en það mundi ganga greiðlega, þótt einkasalan hefði engan mann í stj. verksmiðjunnar. Hvernig sem á þetta mál er litið, þá verður því ekki neitað, að það er ójöfnuður hinn mesti að bola útgerðarmönnum frá þátttöku í stj. verksmiðjunnar.