01.05.1929
Neðri deild: 58. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3030 í B-deild Alþingistíðinda. (1942)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg skal geta þess, að þegar eru búnar fimm umr. af sex, sem þurfa til þess, að mál þetta nái afgreiðslu á þessu þingi, svo að það væri miklu meiri tímaeyðsla, ef hætt væri við málið nú og tekið upp að nýju á næsta þingi. (MG: Það getur tekið breytingum við þessa umr.). Jafnvel þótt svo færi, þá þyrfti þó væntanlega ekki nema eina umr. til í Ed. Við getum ekki beðið með að setja lög um þetta efni þegar á þessu þingi, því atvmrh. skiftir það ekki litlu máli að vita ger um það, á hvaða grundvelli verksmiðjan eigi að vera rekin, áður en hann lætur hefja byggingu hennar. Og fyrir mitt leyti legg jeg áherslu á að fá að vita vilja þingsins um þetta, áður en skorsteinarnir eru reistir.