08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3038 í B-deild Alþingistíðinda. (1952)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors):

Jeg vil leyfa mjer að fara fram á það við hæstv. forseta, að þetta mál verði ekki tekið fyrir strax. Það er von á prentuðum brtt., sem við vorum að semja í hljeinu, en þær munu bráðlega koma, enda virðist það ekki þurfa að saka, þótt málinu verði frestað um fjórðung stundar.