28.02.1929
Efri deild: 10. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3153 í B-deild Alþingistíðinda. (2019)

39. mál, einkasala á síld

Flm. (Erlingur Friðjónsson):

Jeg held, að hv. 3. landsk. hafi skotið yfir markið, þegar hann var að tala um, að yfirráð atvinnurekstrarins hefðu verið dregin úr höndum innlendra einstaklinga yfir til ríkisins. Það, sem hjer hefir gerst, er ekki annað en að yfirráð síldarsölunnar hafa verið dregin úr höndum útlendra leppa og fengin innlendum mönnum í hendur. Sama er að segja um söltunina, að hún hefir verið að miklu leyti í höndum útlendinga og ýmsra innlendra umboðsmanná þeirra. Á meðan íslenskir einstaklingar hafa yfirráð veiðinnar, er ekki hægt að segja, að nein völd sjeu dregin úr þeirra höndum, því að lengra hafa yfirráð þeirra sjaldan náð á undanförnum árum. En jafnvel þó að eitthvað væri af þeim tekið, rjettlætir ástandið það fyllilega; það hefir undanfarin reynsla ljóslega sannað.

Þá talaði hv. 3. þm. landsk. um tekjumissi ríkissjóðs. Það er rjett, að frv. fer fram á að minka tekjur ríkissjóðs frá því, sem verið hefir. En hjer er þó ekki farið fram á, að gjöld af þessum atvinnurekstri verði minni en af öðrum atvinnurekstri, sem rekinn er af landsmönnum. Jeg skal benda á, að þó að frv. verði samþ., hvílir samt sem áður 50 aur. útflutningsgjald á hverri síldartunnu, en það mun í flestum tilfellum vera meira en 11/2%, sem greitt er af öðrum útfluttum afurðum.

Væntanlega gefst okkur hv. 3. landsk. tækifæri til að tala nánar um þessi atriði við 2. og 3. umr. þessa máls.