28.02.1929
Efri deild: 10. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3154 í B-deild Alþingistíðinda. (2020)

39. mál, einkasala á síld

Jón Þorláksson:

Jeg bjóst satt að segja ekki við, að hv. flm. færi að bera á móti því, að síldareinkasalan rje ríkisfyrirtæki. Það verður hún alveg ótvírætt eftir þessu frv., og var það vitanlega síðastl. ár, þar sem öll yfirráð hennar voru í höndum ríkisstj. og þingmeirihlutans. (EF: Finst þm. þetta vera ríkiseinkasala?).

Það er ekki rjett hjá hv. þm. Ak., að engin yfirráð muni verða dregin úr höndum íslenskra einstaklinga. (EF: Jeg sagði lítil). Mjer er kunnugt um, að síldarsöltun og kryddsöltun var að miklu leyti í höndum innlendra manna síðastl. sumar, jafnvel þó að sumir síldarsaltendur drægju sig í hlje vegna ótta við afkomu einkasölunnar. En hvernig sem ástandið þeir verið, þá fer frv. a. m. k. fram á að taka fyrir eðlilega aukningu á starfsemi innlendra manna, með því að lögbanna síldarsöltun einstaklinga.

Það er rjett, að 50 aurar af hverri síldartunnu samsvara fyllilega 11/2% útflutningsgjaldi af öðrum sjávarafurðum. En jeg var að benda á það, að ríkissjóði er ekki ætlað að fá nema 1/3 hluta af því, sem atvinnuvegurinn þó á að bera. Jeg man ekki betur en að hv. flm. flytti í fyrra till. um hœkkun á útflutningsgjaldi á síld, og það var vitanlega ekkert annað en eðlilegt hagsmunaatriði fyrir þá, sem við síldarútveg fást. En hjer er alt annað á ferðinni. Gjöldin á atvinnuveginum eiga ekki að lækka neitt, en ríkisrekstrartilhögunin á að kosta það, að ríkissjóður missi 2/3 tekna sinna. í þessu liggur ágæt viðurkenning hv. flm. á því, hve miklu ljelegri sú tilhögun er, sem hjer er stungið upp á.