13.05.1929
Neðri deild: 67. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3269 í B-deild Alþingistíðinda. (2054)

39. mál, einkasala á síld

Forseti (BSv):

Jeg skal geta þess, að mjer hafa borist svo hljóðandi tilmœli frá sjö hv. þdm.:

„Undirritaðir óska hjer með eftir, að umr. um 5. mál á dagskránni (síldareinkasala) verði hœtt nú þegar.

Alþingi, 13. maí 1929.

JörB, MT, BSt, ÞorlJ, HV, LH, BÁ“.

Mun jeg láta skera úr því með atkvgr., hvort þeir þdm. fá að tala, sem þegar hafa kvatt sjer hljóðs. Þeir eru 4, frsm. meiri og minni hl. n. og tveir aðrir þm.