20.02.1929
Neðri deild: 3. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 348 í B-deild Alþingistíðinda. (209)

17. mál, eftirlit með skipum og bátum

Magnús Guðmundsson:

Jeg heyrði hv. þm. Borgf. spyrja hæstv. forsrh., hvort ekki væri tilætlunin að greiða skipaskoðunarstjóranum dýrtíðaruppbót á laun hans, en jeg heyrði ekki hæstv. ráðh. svara þessu. Þetta atriði finst mjer þurfa að vera tekið skýrt og greinilega fram í lögunum sjálfum, og vil jeg leyfa mjer að spyrja hæstv. forsrh., hvað hann hefir hugsað sjer í þessu efni.