04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3403 í B-deild Alþingistíðinda. (2109)

37. mál, verkamannabústaðir

Magnús Torfason:

Samkv. 40. gr. þingskapanna, sem ræðir um, að brtt. megi kalla aftur á hverju stigi umr. sem vill, þá er hverjum þm. aðeins heimilt að taka hana jafnskjótt upp aftur á sama fundi. Þó að þessi brtt. hafi slæðst á dagskrá í dag fyrir sakir ókunnugleika skrifstofunnar, þá getur það ekki haft áhrif á þessi ákvæði þingskapanna.