04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3404 í B-deild Alþingistíðinda. (2113)

37. mál, verkamannabústaðir

Pjetur Ottesen:

Það þýðir vitanlega ekki að deila við dómarann; úrskurðurinn er þegar fallinn. En afleiðing þessa úrskurðar er sú, að deildarmenn geta í hverju einstöku tilfelli ekkert mark á því tekið, hvað á dagskránni stendur, þegar svo er, að hæstv. forseti lýsir yfir í miðjum umr. og þegar að atkvgr. er komið, að einstakir hlutar mála, sem á dagskránni standa, eigi þar ekki að vera og tekur þá þar af leiðandi fyrirvaralaust út af dagskránni. Það fer þá að verða harla lítið úr þeirri ábyrgð, sem forseti ber á dagskránni.