04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3405 í B-deild Alþingistíðinda. (2114)

37. mál, verkamannabústaðir

Ólafur Thors:

Það er algengt, að forseti gerbreytir dagskrám, bæði að því er snertir röð mála á dagskrá og hvernig þau eru lögð fyrir til umr. Þess vegna er ekki hægt fyrir forseta að skjóta sjer undir skrifstofuna um ábyrgð á því, hvernig gengið er frá dagskrám funda. Enda ber hann sjálfur ábyrgð á því.