04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3405 í B-deild Alþingistíðinda. (2115)

37. mál, verkamannabústaðir

Forseti (JörB):

Það var óþarfi af hv. 2. þm. G.-K. að endurtaka það, sem hv. þm. Borgf. sagði; það skildist fullvel. Það er vitanlegt, að forseti hefir fulla heimild til að breyta dagskrá eins og honum sýnist og leiðrjetta hana, þegar þess þarf með. Enda hefir það ætíð viðgengist svo átölulaust hjer til. Enda er ekki unt að komast hjá því. Það er alkunna, að oft koma fram till. við mál eftir að dagskrá er samin, en þeirra till. er auðvitað þá ekki getið á dagskránni. Enginn mun þó vilja efast um, að dagskráin sje í sínu gildi. Afbrigða er þá aðeins leitað fyrir þeim till., er of seint koma fram. — Stundum er líka á dagskrá vitnað til númera á þingskjölum, sem ekki eiga við það mál. Er forseti þá vanur að leiðrjetta slíkt, og hefir enginn þm. hjer til amast við slíku, svo jeg viti.

Að öðru leyti þýðir ekki að deila um þessar brtt. Þau skjöl, sem þeim tilheyra (509 og 519) eru nú afturkölluð, samkv. þeim úrskurði, sem jeg nú þegar hefi gefið.