04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3405 í B-deild Alþingistíðinda. (2116)

37. mál, verkamannabústaðir

Pjetur Ottesen:

Svo framarlega sem forseta hefði verið um það vitað, að þau skjöl, sem snerta þessar brtt., hefðu ekki átt að standa í dagskránni, þá hefði átt að afturkalla þau í fundarbyrjun. En þar sem það var ekki gert, þá verður að telja það hringl, sem hjer á sjer stað, þó hæstv. forseti eigi í hlut, markleysu eina, og ber því að sjálfsögðu að halda því fram, að hæstv. forseti sje ekki að gabba dm. með dagskránni.