10.05.1929
Neðri deild: 65. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3414 í B-deild Alþingistíðinda. (2139)

37. mál, verkamannabústaðir

Halldór Stefánsson:

Við 2. umr. þessa máls lýsti jeg brtt. mínum á þskj. 569, og því get jeg verið stuttorður að þessu sinni. Við þá umr. virtist það koma fram, að menn væru því fylgjandi að færa starfssviðið líka út til kauptúnanna. Jeg vildi svo einungis vekja athygli á því sambandi, sem er á milli till. minnar um lækkun hins opinbera styrks og hækkun afborgana og vaxta. Ef sú brtt. mín verður samþ., verður sá ávinningurinn, að útgjöld hins opinbera lækka um helming, en sömu framkvæmdir verða gerðar og frv. ætlast til. Að því leyti, sem till. mínar eru orðabreyt., sje jeg ekki ástæðu til að fjölyrða um það, því að það eru engin höfuðatriði.