18.02.1929
Sameinað þing: 1. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (2187)

Ávarp forseta

forseti (MT):

Kærir þingbræður! Því verður vart mótmælt, að vegur og virðing hins háa Alþingis hefir ekki farið vaxandi á síðari árum, þrátt fyrir það, að mörgum og góðum málefnum hefir verið snúið til vegar og allur þingheimur lagt fram meiri vinnu og vinnubrögðin snögt um snarpari en áður hefir tíðkast.

Veldur þar mestu um offors það í kappræðum, er þingtíðindin víslega eiga að bera vitni um og aldrei hefir verið meira en á síðasta þingi.

Má hjer að vísu virða til nokkurrar vorkunnar, að jafnan mæðir meira á umbótastjórn en íhaldsstjórn, og þá eigi síst á þeirri miklu byltingaöld, sem nú gengur yfir.

En þá kröfu verður að gera, að skilmingum verði það í hóf stilt, að gætt verði allra leiklaga, og þær eigi þreyttar framar en til listar megi virða.

Nú, er nálgast minningarhátíð þessarar helgustu stofnunar vor Íslendinga, gerist enn ríkari sú skyldan, að halda henni sem mest til vegs og virðingar í hvívetna, og leit jeg, að mínir kæru þingmenn munu vilja víkjast þar vel undir, enda hver einn af vaxa og vel hafast.