18.02.1929
Neðri deild: 1. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í B-deild Alþingistíðinda. (2197)

Sætaskipun

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg vil aðeins láta í ljós það álit mitt, að jeg er því fylgjandi, að breytt sje um sætaskipun. En það er af alveg sjerstökum ástæðum. Jeg álít nefnilega heppilegast, að samflokksmenn sitji saman. Það getur oft verið ákaflega hvimleitt, er atkvæðagreiðslur fara fram í miðjum umræðum, að þingmenn þurfi að vera á rjátli um allan salinn til að ráðgast við flokksmenn sína. Úr þessu væri bætt, ef það fyrirkomulag væri upp tekið, sem jeg sting upp á. Mjer er líka kunnugt um, að það tíðkast á þingum margra annara þjóða.