03.04.1929
Neðri deild: 35. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3488 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Guðmundsson:

Jeg vildi leyfa mjer að segja nokkur orð utan dagskrár, til þess að skora á hæstv. forseta að taka á dagskrá sem fyrst mál, sem legið hafa fyrir allshn. og fengið hafa afgr. frá nokkrum hluta n. Þessi mál eru frv. um fœrslu kjördags. Nál. um það mál eru komin frá 4 nefndarmönnum af 5, — frá 3 fyrir 3 vikum og frá þeim 4. fyrir hálfum mánuði. — Þá er það í öðru lagi frv. til 1. um dóm í vinnudeilum. Það er nú kominn 1/2 mán. síðan afgr. var nál. minni hl. í því máli. En ekkert hefir enn um það sjest frá meiri hl. Það hefir nú að vísu flogið fyrir, að ekki sje von á neinu nál. frá honum. Jeg skal ekki segja um, hvort það er rjett, en jeg hefi heyrt það. Jeg hygg nú, að það sje ekki meining þingskapanna, að 2–3 menn geti hindrað það, að mál fái að ganga til umr. og atkv. Annað mál er það, hvort málin ná fram að ganga þegar þau koma til atkv. — Vil jeg því skora á hœstv. forseta að taka þessi mál á dagskrá.