18.04.1929
Neðri deild: 48. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3489 í B-deild Alþingistíðinda. (2207)

Umræður utan dagskrár

Hákon Kristófersson:

Jeg vildi mega beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forseta, hvenær myndi mega búast við, að frv. til laga um gerðardóm í vinnudeilum kæmi á dagskrá. Það eru þegar liðnir 26 dagar frá því að nál. minni hl. allshn. var útbýtt í deildinni; verður því tæplega annað sagt en að kröfum okkar minnihl.manna sje í hóf stilt, þó að við beinum nú þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann taki málið á dagskrá sem fyrst.