18.04.1929
Neðri deild: 48. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3490 í B-deild Alþingistíðinda. (2210)

Umræður utan dagskrár

Magnús Torfason:

Af því að jeg á hjer dálitla hlutdeild í, vil jeg upplýsa það, að hvíld mín í páskafríinu var sú, að vinna í þessu máli, og jeg þori óhætt að fullyrða, að ekki hefir verið unnið að neinu máli með meiri alúð og góðvilja en þessu. En eins og kunnugt er, er þetta mjög viðkvæmt mál, og verður því að fara að öllu varlega, til þess að reyna að koma í veg fyrir, að hvorugum aðiljanum verði gert rangt til.

Annars höfum við nefndarmenn litið svo á, að ekki gæti komið til mála að taka frv. þetta fyrir á meðan aðalumr. fjárlaganna hafa staðið yfir. Er því fyrst að vænta þess, að umr. geti hafist um það þegar þær eru um garð gengnar.