18.04.1929
Neðri deild: 48. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3491 í B-deild Alþingistíðinda. (2211)

Umræður utan dagskrár

ForsetJ (BSv):

Það munu nú flestir sammála um, að taka beri mál þetta á dagskrá sem fyrst. En um samtöl mín við meiri hl. nefndarmanna í allshn., þá mun það rjett, að jeg hafi ekki talað oftar en um sinn við hvern þeirra um málið, að undanteknurn formanninum, því að við hann hefi jeg átt þrásinnis tal um málið, og meira að segja nokkrum sinnum fyrir páska. (GunnS: Jeg var heima í páskafríinu). Veit jeg það! En jeg bjóst við, að hv. þm. færi heim meðal annars til þess að skrifa nál., eins og hann hafði sagt mjer afdráttarlaust.