18.04.1929
Neðri deild: 48. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3491 í B-deild Alþingistíðinda. (2212)

Umræður utan dagskrár

Hákon Kristófersson:

Úr því að sá mikli góðvilji hefir átt sjer stað um þetta mál, sem hv. 2. þm. Árn. var að tala um, hefði óneitanlega verið æskilegt, að hann hefði meðal annars komið fram í því, að meiri hl. allshn. hefði skilað áliti sínu um málið, hafa forsetar þegar gert ráðstafanir til, að umræðuhandritin verði tekin til undirbúnings prentunar jafnskjótt og málum er ráðið til lykta í þinginu. En með því að sú er reynsla undanfarinna ára. að undirbúningur handrita undir prentun hefir þrásinnis strandað á því, og útgáfan þar af leiðandi tafist, að misjafnlega hefir gengið að fá einstaka innanbæjarþingmenn til að yfirlíta og leiðrjetta ræður sínar, og til þess að tryggja það, að tómlæti í þeim efnum tefji ekki undirbúninginn að þessu sinni um skör fram, hafa forsetar orðið ásáttir um að mæla svo fyrir, að þá er þingmaður hefir fengið tilkynningu frá skrifstofunni um, að leiðrjetting ræðu hans eða ræðna hefti afgreiðslu máls til prentunar, skuli hann innan fjögurra sólarhringa hafa lokið leiðrjettingunni, en ræðan eða ræðurnar teknar til prentunar ella, með athugasemd um, að handritið sje óyfirlesið af þingmanninum.

Þessar ráðstafanir koma til framkvæmda þegar eftir páska, en að öðru leyti er þess fastlega vænst, að þingmenn noti vel tímann í páskahljeinu til að leiðrjetta ræður sínar yfirleitt.