11.03.1929
Neðri deild: 19. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í C-deild Alþingistíðinda. (2316)

38. mál, tekju- og eignarskattur

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. þm. Dal. (SE) lætur svo um mælt, að jeg vilji ekki svara spurningu hans. Það er einkennilega orðað af hv. þm., þar sem jeg var búinn að svara samskonar spurningu tvisvar, áður en hv. þm. talaði. Jeg sagði, að jeg vildi ekki blanda hjer inn í umræðurnar því, sem farið hefði á milli mín og verkfallsaðiljanna. Og jeg get endurtekið, að jeg ætla ekki að gera það.

Hv. þm. talaði um það, hvað ástin væri skrítin. Í því sambandi má mína á ýms fleiri tilfelli en það, sem hv. þm. Dal. átti við. Einu sinni var hv. þm. frambjóðandi jafnaðarmanna til borgarstjóra í Reykjavík. Og enn einu sinni gekk hann á eftir þeim með grasið í skónum, til þess að verða frambjóðandi þeirra fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu.