14.03.1929
Neðri deild: 22. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í C-deild Alþingistíðinda. (2321)

38. mál, tekju- og eignarskattur

Frsm. minni hl. (Hjeðinn Valdimarsson):

Það er tilgangslaust að halda uppi umr. um þetta frv. eins og komið er. En jeg vil aðeins leyfa mjer að gera fyrirspurn til hæstv. fjmrh (EÁ) um skattskrárnar hjer í Reykjavík. Út um land hafa skattskrárnar verið sundurliðaðar þannig, að sjest hefir hvað er tekjuskattur og hvað eignarskattur. En hjer í Reykjavík hefir það ekki verið aðgreint. Á Alþingi hefir verið samþ. þingsál. þess efnis, að sköttunum væri haldið aðgreinduni, og eftir því hefir verið farið víðast utan Reykjavíkur. Nú vil jeg spyrja hæstv. stjórn, hvernig hún ætlast til, að þessu verði háttað framvegis hjer í Reykjavík. Af skattskránum verður ekkert ráðið með vissu um efnahag manna, nema að tekju- og eignarskattur sjeu aðgreindir, og þá fyrst gefst almenningi tækifæri til að hafa nauðsynlegt eftirlit með framtölunum, en samanburður vegna þeirrar vitneskju getur oft orðið skattstjóra eða skattanefndum til mikils gagns.