14.03.1929
Neðri deild: 22. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í C-deild Alþingistíðinda. (2322)

38. mál, tekju- og eignarskattur

Fjmrh. (Einar Árnason):

Út af fyrirspurn hv. 2. þm. Reykv. (HV) vil jeg taka það fram, að jeg geri ráð fyrir, að eftirleiðis verði fylgt sömu reglu um þetta hjer í Reykjavík eins og verið hefir hingað til út um land. Eins og hann tók fram, hefir úti um land verið gerð sjerstök grein fyrir því á skattaskrám, hvað væri tekjuskattur og hvað eignarskattur, og þannig fylgt fyrirmælum þingsál. Virðist eðlilegast, að samræmi verði í þessu efni um alt land framvegis.