03.04.1929
Efri deild: 35. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í C-deild Alþingistíðinda. (2355)

38. mál, tekju- og eignarskattur

Jón Baldvinsson:

* Hv. þm. Snæf. (HSteins) sagði, að jeg hefði ekki viljað veita stjórninni aðkast fyrir að. fella niður innheimtu tekjuskattsviðaukans. En það er ekki rjett; jeg sagði ekkert um þetta. Jeg sagðist aðeins vænta þess og beina því til stjórnarinnar, að hún ljeti innheimta skattsviðaukann á næsta ári. Hafi það verið látið falla niður nú í sambandi við lausn togaraverkfallsins, þá tel jeg það mjög varhugaverða ráðstöfun, ef satt væri.

* Ræðuhandrit óyfirlesið.