21.03.1929
Efri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í C-deild Alþingistíðinda. (2360)

89. mál, almennur ellistyrkur

Flm. (Ingibjörg H. Bjarnason):

Frv. það til 1. um breyt. á 1. nr. 17, 9. júlí 1909, um almennan ellistyrk, er hv. þm. Snæf. (HSteins) og jeg flytjum á þskj.146, hafa hv. þdm. haft tækifæri til að kynna sjer.

Skal jeg því ekki vera langorð um breytingar þessar; get að mestu vísaði til grg. á sama þskj., en vil þó fara nokkrum orðum um málið yfirleitt. Tilgangur ellistyrktarsjóðslaganna er sýnilega sá, að hjálpa þeim mönnum, er sakir elli og fátæktar eiga erfitt með að komast af, en reyna hinsvegar til þess ýtrasta að berjast áfram án fátækrastyrks. Það virðist því vera rjettlát takmörkun á lögunum að veita styrkinn aðeins þeim, sem eru sextugir og þar yfir.

Eins og kunnugt er, var frv. til ellistyrktarsjóðslaganna í fyrsta skifti í lagt fyrir Alþingi 1907, sem stjfrv., en sökum naumleika tímans komst það ekki að í Ed. á því þingi.

Frv. var að mestu leyti bygt á þeim grundvelli, sem lagður var með lögum um „Alþýðustyrktarsjóði“ 1890, en þau lög voru endurbætt 1897.

Í þeim lögum var ákveðið að byrja að veita úr sjóðunum þegar liðin væru 10 ár frá stofnun þeirra, og var það gert. Árið 1900 var byrjað að veita styrk úr sjóðunum.

Í ellistyrktarsjóðslögunum er aldurstakmarkið lækkað að því er gjaldendur snertir úr 20 árum niður í 18 ár og gjaldskyldan látin ná til sextugsaldurs.

Ellistyrktarsjóðslögin ákveða, að landssjóður — nú ríkissjóður — greiði fje í vissu hlutfalli við gjaldendur, og helsta og síðasta breytingin frá Alþýðustyrktarsjóðslögunum, eftir frv. frá 1909, er sú, að aðeins gamalmenni skuli njóta styrks úr sjóðunum.

Í Alþýðustyrktarsjóðslögunum var tillagið 1 króna á karlmann og 30 aurar á kvenmann.

Í núgildandi lögum um almennan ellistyrk hljóðar 1. gr. 2. mgr. þannig:

„Sjóðir þessir skulu styrktir með árlegu tillagi úr landssjóði, 1 kr. fyrir hvern mann gjaldskyldan.“

3. gr. sömu laga hljóðar svo:

„Hver gjaldskyldur karlmaður greiðir í sjóðinn 2 kr. á ári, en kvenmaður 1 kr.“

Við þessar tvær gr. eru breytingar þær, sem standa á þskj. 146.

Breytingar þessar eru fram komnar til þess að reyna að bæta úr því ástandi, sem nú er, að því er snertir þau gamalmenni, er sakir elli, lasleika og fátæktar eiga erfitt uppdráttar, en sem hinsvegar reyna af ýtrasta megni að berjast áfram án fátækrastyrks.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu raunalegar eru ástæður flestra þeirra manna, karla og kvenna,

— en þeir eru því miður altof margir

— sem ekki bera annað eða meira úr býtum eftir langt og erfitt strit, en lúna limi og þrotna krafta.

Þegar svo er ástatt, þá er það engin sæluhöfn að fara á sveitina og lifa á náðarbrauði því, sem heitir fátækrastyrkur, og þurfa þá jafnframt að afsala sjer meðfæddum mannrjettindum.

Það voru því vinsæl lög, ellistyrktarsjóðslögin, bæði þau frá 1909 og hin endurbættu frá 1917.

Jafnvel þótt styrkur sá, sem til úthlutunar hefir komið árlega í hinum ýmsu hjeruðum og kaupstöðum á landinu, hali verið ófullnægjandi, hefir hann þó orðið að nokkru liði, einkum á fyrstu árunum, meðan verðlag var annað en nú er. En efasamt er og mjög ólíklegt, að hann hafi nokkru sinni reynst nægilegur til þess að bjarga öreiga gamalmenni frá sveit. Og það getur hann ekki orðið meðan fje það, sem kemur til úthlutunar, er svo lítið sem nú er.

Skal jeg bráðlega sanna þetta með tölum, sem teknar eru hjeðan úr Reykjavík; en Reykjavík er sá staður á landinu, sem veita mun einna hæstan ellistyrk.

Jeg hefi aflað mjer upplýsinga um það, hve margir af öllum íbúum landsins voru gjaldskyldir í ellistyrktarsjóði árið 1927. Leyfi jeg mjer að lesa upp þá skýrslu. — Á stöku stað nær skýrslan til ársins 1926 og á einum stað aðeins til ársins 1925.

Ellistyrktarsjóðsgjald 1927.

Tala gjaldenda:

Karlar:

Konur:

Reykjavík

4344

5446

Gullbringu- og Kjósarsýsla

1705

1646

Borgarfjarðarsýsla

589

588 (1926)

Mýrasýsla

461

428

Snæfellsness- og Hnappadalssýsla

826

701

Dalasýsla

422

432

Barðastrandarsýsla

710

709

Ísafjarðarsýsla

1742

1735

Strandasýsla .

838

365

Húnavatnssýsla

944

934

Skagafjarðarsýsla

916

892 (1926)

Siglufjörður

377

339

Eyjafjarðarsýsla og Akureyri

1854

1774 (1925)

Suður-Þingeyjarsýsla

962

937

Norður-Þingeyjarsýsla

423

366

Norður-Múlasýsla

691

671

Seyðisfjörður

228

260

Suður-Múlasýsla

1314

1163

Skaftafellssýslur

739

689

Vestmannaeyjar

703

755 (1926)

Rangárvallasýsla

867

864

Árnessýsla

1142

1129

Alt landið

22797 22823

45620

Rúmlega helmingur landsmanna

330 fengu 30 kr. hver

mun vera á aldrinum 18–60 ára, eða

68 —

35 —

full 52 þús. manns árið 1927.

85 —

40 —

Tillag ríkissjóðs til ellistyrktarsjóða

12 —

45 —

er á síðustu fjárl. kr. 45.000.

50 —

50 —

Jeg hefi því miður ekki skýrslu yfir,

8 —

75 —

hve miklu fje hefir verið úthlutað úr

15 —

25 —

ellistyrktarsjóðum víðsvegar um land,

7 —

20 —

aðeins hefi jeg skýrslu yfir síðustu

18 —

60 —

úthlutun hjer í Reykjavík.

3 —

80 —

Árið 1928, í desember, var ellistyrk

1 fjekk

85 kr.

úthlutað þar eins og hjer segir:

1 —

95 —

Alls höfðu sótt um ellistyrk 613

1 —

100 —

gamalmenni, en 602 fengu styrkinn:

Styrkþegar 602

.Alls

úthlutað kr.

1.530, og eru það tæpar 36 kr. á mann að meðaltali.

Þegar litið er á þessar tölur, sem tákna upphæðir þær, sem veittar hafa verið, þá eru þær alt of lágar til þess að verða að nokkru verulegu liði til lífsframfæris þeim, er hafa lítið — jafnvel sáralítið — að styðjast við, og þá hlýtur sú hugsun að vakna hjá þeim, sem athugar þetta mál, að nauðsynlegt sje að bæta einhverju við þann litla skerf, sem hver einstakur styrkþegi hefir fengið, sbr. skýrslur þær, er jeg las upp áðan.

Tiltækilegasta leiðin virðist þá vera sú, að hækka einstaklings framlög allra þeirra, er samkv. lögum eru gjaldskyldir í ellistyrktarsjóði, og sömuleiðis ríkissjóðsframlagið.

Frv. það, sem hjer liggur fyrir hv. deild, fer fram á helmings hækkun — bæði að því er snertir gjald einstaklinga þeirra, er gjaldskyldir eru, og framlag ríkissjóðs. Hlutföllin verða þau sömu og eftir núgildandi lögum.

Gildi peninga og tekjur manna, þeirra, er unnið geta, er yfirleitt mjög þreytt frá því, sem var, er lögin um almennan ellistyrk voru sett. Tekjur manna hafa farið hækkandi, en gildi peninga lækkað, og rjettlætir þetta, ásamt öðrum breyttum ástæðum, breytingar þær, sem gert er ráð fyrir frv. þessu.

Samkv. 16. gr. laga nr. 17, 9. júlí 1909, sem breytt var með 1. um almennan ellistyrk nr. 33, 26. okt. 1917, skal styrkveiting vera fyrir eitt ár í senn, og má ekki vera undir kr. 20,00 og ekki yfir kr. 200,00. Nú er það algengt, að efni eru ekki fyrir hendi til þess að veita úr sjóðnum hærri upphæð en lágmarksupphæðina, eða kr. 20,00, og getur hver maður skilið, að 20 kr. á ári eru í raun og veru enginn styrkur. Það er aðeins ofurlítil úrlausn, sem fátækranefndir grípa til, svo þær þurfi ekki að láta örvasa gamalmenni synjandi frá sjer fara.

Hinsvegar eru þess víst engin dæmi, að hámarksupphæðin, sem samkv. gildandi lögum er kr. 200,00, hafi verið veitt neinum einum styrkþega. Hjer í Reykjavík var í haust veittur helmingur hennar, kr. 100,00, einum umsækjanda af 613, en meir en helmingur allra umsækjenda (330 af 613 alls) fengu 30 kr. styrk, 215 frá 35–50 kr. og 34 frá 60–95 kr.; 7 fengu 20 kr. og 15 25 kr.

Tölur þessar nægja til að sýna, hversu ákaflega skamt þessi styrkveiting nær, og hve lítil not eru að ellistyrktarsjóðslögunum meðan það fyrirkomulag, sem nú er, helst, og að ellistyrkurinn í núverandi mynd er lítið meira en nafnið tómt.

Væntum við flm. frv. þessa, að hv. þdm. sjái, að hækkun ellistyrksframlags einstaklinga og ríkissjóðs er í fylsta máta rjettmæt og nauðsynleg, eigi sjóðirnir nokkru sinni að koma að tilætluðum notum.

Yrði þetta bót í bili, þar til endanlega verður ráðið fram úr tryggingarmálunum.

Jeg sje, að í Nd. er komin fram þáltill. um að skipa milliþinganefnd til að athuga tryggingarmálin. En það verður ekki gert í einu vetfangi. Það þarf minst 1–2 ár til undirbúnings, svo það hljóta að líða nokkur ár þar til endanlega verður gengið frá þeim lagabálki.

En ef ellistyrktarsjóðirnir eiga nokkurn tíma að koma að því liði, er vakað hefir fyrir flm. þeirra laga, þá er óhjákvæmilegt að auka framlagið til þeirra. Og með þessari breytingu á lögunum gæti farið svo, að bráðlega fjelli úr gildi ákvæðið um hámark styrksins, þetta ákvæði, sem hingað til hefir reynst óþarft vegna þess, að því hefir hvergi orðið náð.

Nái breytingarnar á þskj. 146 samþykki hins háa Alþingis, verður þess eigi langt að biða, að veita má verulegan styrk úr ellistyrktarsjóðunum, en þetta á, eins og nú er, harla langt í land.

Með breytingunum (á þskj. 146) er stigið spor í áttina til þess, að sjóðir þessir verði almennir ellistyrktar- eða eftirlaunasjóðir — því hvað er eðlilegra en að hver maður fái eftirlaun að afloknu lífsstarfi og að þau eftirlaun þurfi ekki endilega að heita hinu alræmda nafni „sveitarstyrkur“ — fyrir alla þá sem náð hafa sextugsaldri, orðnir eru ellihrumir og eiga við þröngan hag að búa.

Að þessu álítum við flm. frv. að beri að stefna, með því að gera sjóðina meira en nafnið tómt.

Loks skal jeg benda á þær tölur, sem koma mundu til úthlutunar, ef frv. yrði samþ. Eftir núgildandi lögum guldu árið 1927:

Karlmenn

kr.

45.594

Konur

kr.

22.823

Framlag ríkissjóðs

kr.

45.620

Alls kr.

114.637

Eftir frv. þessu, miðað við sömu tölu gjaldenda, mundu

karlar gjalda kr

91.188

45.656

91.240

konur —

ríkissjóður —

kr. kr.

Samtals

kr.

228.184

Þannig mundu framlög til sjóðanna aukast um kr. 113.447 árlega, miðað við sömu tölu gjaldenda og 1927.

Skal jeg svo ekki þreyta hv. deild með lengri framsögu. Jeg veit ekki hvort mjer hefir tekist að skýra málið svo sem fyrir mjer vakti. En jeg vona samt, að hv. þdm. taki málinu með skilningi og vinsemd.