03.05.1929
Neðri deild: 60. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í C-deild Alþingistíðinda. (2395)

89. mál, almennur ellistyrkur

Hannes Jónsson:

Jeg vil aðeins taka það fram, að samlíkingu mína má ekki skilja á þann veg, sem hv. þm. Barð. vill vera láta. Ef jeg hefði haft okkur í huga, hv. þm. og mig, hefði jeg sennilega sagt, að þetta væri ekki nema fyrir tveim koníaksflöskum. (ÓTh: Eða einni skyrtu, tvennum skóm, hatti o. s. frv. HG: Menn gerast fyndnir í hv. deild). Svo maður tali um þetta í alvöru, þá er þessi upphæð varla fyrir meiru en húsaleigu í 1 mánuð, og munar því harla lítið um hana. Bar ekki að skilja ummæli mín á annan veg.