17.05.1929
Sameinað þing: 6. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í C-deild Alþingistíðinda. (2416)

89. mál, almennur ellistyrkur

Jón Þorláksson:

* Lög þessi mæla sjálf fyrir um það, hvenær skárnar yfir gjaldið til ellistyrktarsjóðsins skuli samdar. Þeir frestir eru liðnir á yfirstandandi ári og þær skrár eru fullsamdar, og því verður ekki breytt með 1., sem ganga í gildi einhvern tíma í þessum eða næsta mánuði. Það er því ekki hægt á þessu ári að semja á löglegan hátt nýjar skrár yfir ellistyrktarsjóðsgjald.

Annars má gjarnan bæta við, að þetta er dálítið undarlegur útreikningur á framlagi ríkissjóðs það ár, sem 1. segja, sem gilda fyrri hluta ársins, að það sje 1 kr., en þau, sem gilda seinni hlutann, segja það kr. 1,50. Þetta er missmíði á frv. En jeg treysti framkvæmdarvaldi landsins til að ráða fram úr því, af því að missmíðin eru þess eðlis, að þau taka ekki nema til yfirstandandi árs. Og það tel jeg ekki næga ástæðu fyrir mig að minsta kosti, til þess að greiða atkv. á móti frv.

Ræðuhandrit óyfirlesið.