07.05.1929
Neðri deild: 63. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í C-deild Alþingistíðinda. (2447)

81. mál, bann gegn líkamlegum refsingum

Hjeðinn Valdimarsson:

* Jeg þarf ekki að svara hv. þm. Barð. (HK) nema fáum orðum. — Það sem jeg gat um, gerðist á uppvaxtarárum mínum og annara Reykvíkinga, og það gerist enn í dag. Hv. þm. talaði um. að þetta hefði líklega komið mest fram í minn garð, og lá í orðum hans að jeg hefði víst átt það skilið. En jeg hygg, að jeg hafi orðið minna fyrir því en margir aðrir. (HK: Þetta sagði jeg ekki, jeg nefndi alls ekki hv. þm.). Nei, hv. þm. þorði ekki að nefna nafn mitt, en það kom ljóst fram í ræðu hans, við hvern hann átti. Slíkar dylgjur eru auðvitað sæmandi honum, því að hann er sá maður, sem almenningur hefir minst álit á af öllum þeim, er á þingi sitja.

**Ræðuhandr. óyfirlesið.